Tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2016 – 2019 var til til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs í gær, miðvikudaginn 4. nóvember.
Þriggja ára áætlun er hluti af þeirri áætlun sem var lögð fram:
Helstu viðmið fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs eru:
• Jafnvægi skal vera á milli samanlagðra rekstartekna og gjalda A- og B-hluta á hverju þriggja ára tímabili.
o Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016 er rekstarjöfnuður áranna 2014-2016 jákvæður um 314 millj. kr. fyrir samstæðu A- og B- hluta.
• Framlegð rekstrar (niðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði) skal vera á bilinu 15 – 20%.
o Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016 verður framlegðarhlutfall A-hluta 17,9% og í samstæðu A og B hluta 25,1%.
• Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nemi ekki lægri fjárhæð en sem nemur afborgunum og vöxtum af langtímalánum.
o Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016 mun veltufé frá rekstri nema 644 millj. kr. en afborganir af skuldbindingum verða um 518 millj. kr. í samstæðu A og B hluta. Í A hluta nemur veltufé frá rekstri um 413 millj. kr. en greiðslur vegna skuldbindinga nema um 346 millj. kr.
• Skuldir og skuldbindingar samstæðu (A- og B-hluta) fari ekki yfir 250% af skilgreindum tekjum.
o Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016 verður skuldaviðmið samstæðu A og B hluta skv. reglugerð 190% og hjá A hluta verður skuldaviðmið 147% í árslok 2016. Skuldahlutfall A-hluta verður 151% og samstæðu A og B hluta um 222% í árslok 2016.
o Árið 2019 verður skuldaviðmið A hluta um 110% og í samstæðu A og B hluta er áætlað að skuldaviðmið nemi um 149,8%. Skuldahlutfall A hluta verður 113% og skuldahlutfall samstæðu A og B hluta verður 178% í árslok 2019.
• Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta mun árið 2019 fara niður undir 150% skv. Langtímaáætlun og er í samræmi við aðlögunaráætlun sem samþykkt var árið 2012 og lögð fyrir eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga. Áætlað er að skuldaviðmið A hluta fari niður fyrir 150% þegar á árinu 2016.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.