Tillaga fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 ásamt 3ja ára áætlun fyrir 2020-2022 lögð fram til seinni umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs á fundi þann 21. nóvember 2018 klukkan 17:00.
Breytingar hafa orðið frá þeirri áætlun sem lögð var fram til fyrri umræðu sem eru þær að fjárfestingar á árinu 2019 hjá Hitaveitu Egilsstaða og Fella (HEF) lækka og nema 143 millj. kr. í stað 209 við fyrri umræðu. Lánfjárþörf HEF lækkar samsvarandi á árinu 2019 og verður 45 millj. kr. í stað 100 millj. kr. í áætlun sem lögð var fram við fyrri ummræðu. Áhrif þessara breytinga á rekstarniðurstöðu samstæðu A og B hluta á árinu 2019 eru óveruleg og nemur afgangur af rekstri samstæðunnar 161 millj. kr. líkt og við fyrri umræðu.
Nánari upplýsingar veitir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.