Fjárhagsáætlun 2013 lögð fram

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 var lögð lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs í gær miðvikudaginn 7. nóvember 2012 og var henni vísað til seinni umræðu sem verður þann 21. nóvember. Jafnframt var lögð fram 3. ára áætlun fyrir árin 2014 – 2016, sem var vísaði til síðari umræðu í bæjarráðs og í framhaldi af því til síðari umræðu í bæjarstjórn. Áætlunina má sjá hér.

 Þá samþykkti bæjarstjórn að boða til borgarafundar um fjárhagsáætlunina og verður hann haldinn mánudaginn 12. nóvember í Egilsstaðaskóla klukkan 20.00.

 

Í tilkynningu frá bæjarstjórn segir:

 

Helstu viðmið fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs eru:

 

Jafnvægi skal vera á milli samanlagðra rekstartekna og gjalda A- og B-hluta á hverju þriggja ára tímabili.

 

o Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2013 verður afgangur af rekstri bæði A- og B- hluta á árinu.

 

Framlegð rekstrar (niðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði) skal vera á bilinu 15 –20%.

 

o Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2013 verður framlegðarhlutfall A-hluta 19% og í samstæðu A og B hluta 24%.

 

Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nemi ekki lægri fjárhæð en sem nemur afborgunum og vöxtum af langtímalánum.

 

o Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2013 mun veltufé frá rekstri nema 505 millj. kr. en afborganir af skuldbindingum verða um 422millj. kr. í samstæðu A og B hluta. Í A hluta nemur veltufé frá rekstri um 360 millj. kr. en greiðslur vegna skuldbindinga nema um 334 millj. kr.

 

Skuldir og skuldbindingar samstæðu (A- og B-hluta) fari ekki yfir 250% af skilgreindum tekjum.

 

o Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2013 verður skuldahlutfall A-hluta 191% og samstæðu A og B hluta um 250%.

 

o Árið 2016 verður skuldahlutfall A hluta um 155% og í samstæðu A og B hluta er áætlað að skuldahlutfallið nemi um 213%.

 

Mikilvægt er að framagreind viðmið verði tekin alvarlega og var því lögð áhersla á það við vinnu fjárhagsáætlunar 2013 að hún yrði löguð að þeim. Slík aðlögun er liður í því að laga rekstur sveitarfélagsins að breyttum aðstæðum, treysta fjárhag þess og gera það betur í stakk búið til að mæta þörfum íbúanna í framtíðinni.

 

Inni í skuldbindingum sveitarfélagsins að farið verði af stað með byggingu á hjúkrunarheimili og verði á árunum 2013 og 2014 varið 1.100 millj. kr. til þess verkefnis. Á móti koma framlög frá ríkisvaldinu á næstu 40 árum í formi leigugreiðslna til að mæta stofnkostnaði.

 

Bygging hjúkrunarheimilisins er löngu orðin tímabær og búa öldruðum þar með þá umgjörð sem þeim ber og efla í leiðinni atvinnustigið á svæðinu og rekstur HSA.

 

 

 

Nánari upplýsingar veitir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri