Fjárafl úthlutar styrkjum

Ársfundur Fjárafls, fjárfestinga- og þróunarsjóðs Fljótsdalshéraðs var haldinn 1. apríl. Á fundinum fór meðal annars fram afhending styrkja en sjóðurinn hefur það meginmarkmið að efla byggð í dreifbýli sveitarfélagsins. Fjórtán sóttu um stuðning til sjóðsins að þessu sinni.

En umsóknarfrestur var til 15. febrúar. Eftirfarandi sex verkefni hluti styrki:
Kristjana Jónsdóttir, kr. 500.000 vegna verkefnisins Gæludýraverslun, dýragæsla.
Aðalsteinn Jónsson, kr. 500.000 vegna verkefnisins Kjötvinnsla og fláning hreindýra.
Möðrudalur ehf, kr. 500.000 vegna verkefnisins Stækkun kjötvinnslu.
Eskfirðingur ehf, kr. 600.000 vegna verkefnisins Framþróun og uppbygging Lagarfljótsormsins.
Sigmundur Halldórsson, kr. 500.000 vegna verkefnisins Gerð aðstöðu fyrir ferðamenn.
Kári Hlíðar Jósefsson, kr. 400.000 vegna verkefnisins Kaup á sérfræðiaðstoð við gerð markðasáætlunar vegna Hótels Hálogalands

Fjárafl var stofnað árið 2004 við sameiningu þeirra sveitarfélaga sem síðar mynduðu Fljótsdalshéraðs og hefur það markmið að efla byggð í dreifbýli sveitarfélagsins.
Upplýsingar um sjóðinn má finna á heimasíðu Fljótsdalshéraðs eða hér