Á 40. afmælisári sínu, á síðasta ári, setti Hitaveita Egilsstaða og Fella af stað langtímaverkefni sem í felst að hvetja íbúa til að setja ekki fitu og olíur í fráveitukerfi sveitarfélagsins. Öllum íbúum standa því til boða, án endurgjalds, söfnunartrektar með loki til að skrúfa á einnota plastflöskur, en í þær má setja fituna og olíur. Þegar flöskurnar eru fullar má skila þeim á móttökustöð.
Ávinningurinn er mikill, því hverskonar fita sest í lagnakerfi, bæði heimæða á lóðum sem húseigendur eiga og götulagna í umsjá HEF. Þá er mikið unnið með því að minnka magn fitu í hreinsistöðvum þar sem hún þránar fljótt og lyktar illa.
Hitaveita Egilsstaða og Fella vonast til að íbúar verðir virkir fitusafnarar og leggist á eitt við að minnka viðhaldskostnað fráveitukerfisins, til hagsbóta fyrir umhverfið, með möguleikanum á að úr afgangsfitunni verði unnin lífdísill í samstarfi við Vistorku.
Íbúar geta nálgast trektarnar á skrifstofu HEF, Einhleypingi 1, Fellabæ og í Húsi handanna, Miðvangi 1-3, Egilsstöðum.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.