Valdís Ellen Kristjánsdóttir, 16 ára fimleikakona frá Hetti, hefur verið valin í 50 manna úrtakshóp 13-17 ára fyrir landslið Íslands í fimleikum.
Í vetur var haldin opin landsliðsæfing fyrir þá sem gáfu kost á sér í landsliðsverkefni hópfimleika á vegum Fimleiksambands Íslands árið 2012. Sendar voru út kröfur til fimleikafélaga sem iðkendur þurftu að uppfylla til að geta farið á æfinguna. Einn iðkandi frá fimleikadeild Hattar, Valdís Ellen Kristjánsdóttir, fór á Egilsstöðum.Í kjölfarið var hún valin í 50 manna hóp sem æfir saman fram í september en þá verða valdir 28 einstaklingar sem skipa tvö landslið í flokki 13-17 ára. Annars vegar kvennalið og hins vegar blandað lið.
Valdís Ellen, sem er fædd árið 1996, er fyrsta fimleikakonan á Austurlandi til að ná þessum árangri og er markmið hennar að komast í 28 manna hópinn.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.