- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Haustmót Fimleikasambands Íslands í hópfimleikum haldið á Selfossi um helgina. Fimleikadeild Hattar sendi 22 keppendur eða 2 lið sem kepptu í 4. flokki 10-11 ára og í 3. flokki 12-13 ára.
Í lok keppni á haustmóti er liðunum raðað í A deild og B deild eftir einkunnum mótsins.
Haustmótið var fjölmennt mót og mikil keppni í gangi. Hattarkrökkunum gekk mjög vel og náðu bæði liðin í A deild.
4.flokkurinn varð í 5. sæti af 14 liðum og verður því í A deild.
3.flokkurinn varð í 3. sæti af 17 liðum og verður því í A deild í vetur.
Hattariðkendur sig yfir til Gerplu á sunnudeginum eftir vel lukkað mót og æfa hjá Gerplu í 2 daga.
Helgina áður, 15. og 16. nóvember, var haldið Íslandsmót í stökkfimi í Keflavík. Á stökkfimimóti er keppt á trampólíni með og án hests og á stökkgólfi bæði í stökkum sem eru gerð fram og afturábak. 21 keppandi fór frá fimleikadeild Hattar á Egilsstöðum. Voru þetta bæði drengir og stúlkur sem æfa hjá fimleikadeildinni.
Keppendur stóðu sig vel á mótinu og náðu góðum einkunnum og sérstaklega fyrir framkvæmd æfinga. Úrslit Hattariðkenda má sjá hér:
Stúlkur 13 ára - B deild
Trampólín
2.sæti Soffía Mjöll Thandrup
Stúlkur 9 ára - B deild
Trampólín
2.sæti Þóra Jóna Þórarinsdóttir
5.sæti Katrín Edda Jónsdóttir
Drengir 9-12 ára - B deild
Trampólín
1.sæti Alvar Logi Helgason
2.sæti Almar Aðalsteinsson
3.sæti Axel Már Guðmundsson
Dýna 9-12 ára - B deild
2.sæti Alvar Logi Helgason
3.sæti Eiður Kristinsson
Samanlögð einkunn
1.sæti Alvar Logi Helgason Íslandsmeistari
3.sæti Axel Már Guðmundsson
4.sæti Alex Logi Georgsson
Drengir 9-12 ára - A deild
Í þessum flokki var Gunnþór Elís Georgsson í fyrsta sæti á öllum áhöldum og Íslandsmeistari í þessum flokk.
Auður Vala þjálfari segir að mótið hafi verið hið glæsilegasta, það hafi verið gaman að fara á mót til Keflavíkur sem endaði með fimleikaæfingu í glæsilegu fimleikahúsi Keflvíkinga.