- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Vormót Fimleikasambands Íslands í hópfimleikum haldið á Akureyri um síðustu helgi. Fimleikadeild Hattar sendi 43 keppendur á aldrinum 9-13 ára á mótið.
Auður Vala Gunnarsdóttir, yfirþjálfari hjá Hetti, er ánægð eftir veturinn. Hún segir veturinn hafa verið viðburðaríkan, iðkendur standa sig mjög vel og deildina vera að ná að halda í við stærstu félögin í yngri flokkunum. Margir foreldrar sáu sér fært fylgja börnum sínum á mótið því það var á Akureyri og mikil stemmning myndaðist á mótsstað.
Höttur á tvö lið í 4. flokki í A-deild, stúlkur fæddar 2003-2004. Höttur 2 vann sig upp um deild á Íslandsmóti í febrúar og eru því 2 lið í A deild þar sem sterkustu lið landsins etja kappi. Á mótinu náði lið 1, 3. sæti og lið 2, 7. sæti.
5 flokkur, stúlkur fæddar 2005, höfnuðu í þriðja sæti í sínum riðli og 3.flokkur A-deild, stúlkur fæddar 2001-2002, lið 1 í 4. sæti og 3.flokkur B-deild lið 2 í 5. sæti.
Þá fóru níu drengir á aldrinum 9-13 ára frá fimleikadeild Hattar á stökkfimimót Fimleikasambands Íslands á Akranesi i byrjun maí. Strákarnir kepptu í tveim flokkum, 9-10 ára og 13-14 ára. Keppt var á trampólíni og stökkgólfi. Bæði liðin stóðu sig mjög vel og lentu í 1. sæti.