Fellaskóli auglýsir nokkur störf

Fellaskóli auglýsir eftirtalin störf:

  • - Allt að full staða umsjónarkennara á unglingastigi.
  • - Starfsmaður til að vinna með nemendahóp í samstarfi við umsjónarkennara og sérkennara. Óskað er eftir þroskaþjálfa, sérkennara eða kennara með reynslu af slíkri vinnu. Um er að ræða 80-100% starf.
  • - 60-70% starf stuðningsfulltrúa.
  • - Um þriðjungsstarf í textílmennt.

Umsóknarfrestur er til og með 2. júní.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Hæfni og sveigjanleiki í samskiptum við nemendur, foreldra og starfsfólk er mikilvæg og góð meðmæli skipta máli.
Einnig er lögð rík áhersla á að umsækjendur séu tilbúnir að starfa í samræmi við skólastefnu Fellaskóla en hana má finna á heimasíðu skólans (fljotsdalsherad.is/fellaskoli) ásamt öðrum upplýsingum um skólann.
Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Gestsson, skólastjóri í síma: 4700-640, 822-1748 og á netfanginu sverrir@fell.is en þangað má einnig skila umsóknum eða senda í Fellaskóla.