- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Félagsmót Freyfaxa 2009 verður haldið dagana 10. og 11. júlí næstkomandi. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að mótið verði með léttu sniði þetta árið og miðist að því að þátttakendur og áhorfendur verði sem allra flestir. Ókeypis verður að venju á tjaldsvæði félagsins í Stekkhólma.
,Mótið hefst á föstudagskvöldið 10. júlí kl. 19:00.
Félagsreiðtúr verður riðinn frá félagshúsinu í Stekkhólma kl. 13:00 á laugardag.
Úrslit í öllum greinum félagsmóts hefjast kl. 16:00 á laugardag, en úrslitin hefjast á sýningu keppenda í Polla- og pæjuflokki, en þar fá allir verðlaunapening.
Skráning fer fram á föstudag í félagshúsi Freyfaxa milli kl. 17:00 og 18:45. Takið með yður skráningarnúmer hests. Skráningargjöld eru kr. 1.500 á hverja skráningu og greiðast á staðnum. Þátttökurétt hafa félagar í öllum hestamannafélögum. Félagsbikarar verða þó ekki afhentir hestum úr öðru félagi en Freyfaxa.
Keppnisfyrirkomulag í gæðingakeppni og tölti verður þannig að tveir ríða inn á í einu, eftir fyrirmælum þuls.
Sýningaratriði í B-flokki, unglingaflokki og ungmennaflokki: Hægt tölt, brokk, greitt tölt
Sýningaratriði í A-flokki, brokk, tölt, skeið
Sérstakt fyrirkomulag verður í 100m skeiðkeppni, 5.000 kr. skráningargjald á hest fer í pott sem greiddur verður út til sigurvegara í lok keppni.
Að venju verður hestur mótsins kosin af áhorfendum