- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Miðvikudaginn 14. nóvember standa Samfés, samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, fyrir félagsmiðstöðvadeginum.
Markmið dagsins er að gefa áhugasömum færi á að heimsækja félagsmiðstöðina í sínu nágrenni, kynnast því sem þar fer fram, unglingunum og þeim viðfangsefnum sem þeir fást við með stuðningi starfsfólkins.
Þá verða félagsmiðstöðvar unglinga víða um land opnar fyrir gesti og gangandi þennan dag. Dagskráin verður breytileg á milli félagsmiðstöðva en á það sameiginlegt að þar fær unglingamenningin að njóta sín.
Félagsmiðstöðin Nýung verður opin fyrir gesti og gangandi frá klukkan 19:30 til 22:00 og gefst fólki tækifæri til að koma og skoða starfsemina sem er þar í gangi.