Félags og skólaþjónusta N-Þing í heimsókn

 Dagana 15. - 16. mars  voru tólf starfsmenn félags- og skólaþjónustu Þingeyinga á ferð um Austurland. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast skipulagi og starfsemi sömu þjónustueininga hér á svæðinu.

Á meðfylgandi mynd eru fulltrúar Þingeyinga í heimsókn hjá Fjölskyldu - og frístundasviði Fljótdalshéraðs þar sem Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi, Karen Erla Erlingsdóttir  menningar- og frístundafulltrúi og Halldór Sig. Guðmundsson starfandi félagsmálastjóri, tóku á móti og gestunum í gær í fundarsal bæjarstjórnar.
Þingeyingar heimsækja einnig Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi en eins og kunnugt er annast félags- og skólaþjónusta Þingeyinga einnig þjónustu við fatlaða samkvæmt samningi við félagsmálaráðuneytið.
Samhliða heimsókn á Fljótdalshérað fara gestirnir í heimsókn í Fjarðarbyggð og á Skólaskrifstofu Austurlands.