Félagasamtök á Héraði takið eftir:

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs áætlar að halda kynningu á því öfluga starfi sem félagasamtök og klúbbar standa fyrir í sveitarfélaginu.

Kynningin fer fram fram í Kornskálanum (Bragganum) eftir Hverfahátíðina á Ormsteiti laugardaginn 15. ágúst kl. 21.00

Öll félagasamtök eru hvött til að taka þátt.

Skráning og frekari upplýsingar í síma 471-1479 eða í tölvupósti mmf@egilsstadir.is

Félagslíf við Fljótið, vertu með!