Félag um þjónustusamfélag á Héraði stofnað

Þriðjudaginn 18. febrúar var haldinn stofnfundur félagsins Þjónustusamfélagið á Héraði.

Aðild að félaginu geta átt öll fyrirtæki sem starfa við þjónustu, ferðaþjónustu og verslun á Héraði og eru með tilskilin leyfi.

Markmið félagsins eru að:

 • fjölga viðskiptavinum verslunar-, þjónustu- og ferðaþjónustufyrirtækja á Héraði
 • lengja dvöl þeirra gesta sem hverju sinni heimsækja svæðið,
 • lengja ferðamannatímann þannig að hann nái yfir sem stærstan hluta ársins,
 • hvetja til aukinna gæða og fagmennsku í starfsemi félagsaðila,
 • efla Egilsstaði enn frekar sem verslunar- og þjónustumiðstöð,
 • efla innbyrðis tengsl og þekkingu fyrirtækja á Héraði.
 • hvetja félagsaðila og sveitarfélög til að fegra og bæta ásýnd Egilsstaða og Héraðsins alls


Í stjórn og varastjórn félagsins voru kosin eftirfarandi og er gert ráð fyrir að hún starfi fram að aðalfundi sem fyrirhugaður er í lok mars:

 • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, formaður
 • Ívar Ingimarsson
 • Þráinn Lárusson
 • Heiðar Róbert Birnuson
 • Alda Harðardóttir
 • Markús Eyþórsson
 • Guðbjörg Björnsdóttir
 • Guðmundur Ólafsson


Hægt er að skrá fyrirtæki í félagið með því að fylla út eyðublað sem er hér.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Hólm Þórleifsdóttir í síma 866 4995.