1. desember síðastliðinn afhentu þau Edda Björnsdóttir, Jóhann Gísli Jóhannsson og Ólöf Ólafsdóttir sveitarfélaginu til varðveislu fána, sem byggingarnefnd Valaskjálfar gaf eigendum hússins við vígslu þess árið 1966. Fáninn hefur verið í reiðileysi undanfarin ár þar til Edda fann hann, hreinsaði og hefur varðveitt síðan.
Í fundargerð frá þeim þeim tíma er verið var að taka húsið í notkun, segir um fánann: Er það fáni með merki hússins því er Jörundur gerði og á að tákna Fljótsdalshérað í heild með Snæfell fyrir stafni en miðnætursól við Héraðsflóa og með Löginn og Lagarfljót sem tengilið. Fáninn er gjörður í batík af frú Sigrúnu Jónsdóttur, listakonu.
Fáninn verður í varðveislu sveitarfélagsins þar til eigandi Valaskjálfar hefur fundið honum endanlegan stað í húsinu.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.