Færeyskir grunnskólanemar í heimsókn

20 grunnskólanemar frá Færeyjum ásamt kennurum heimsækja Egilsstaðaskóla i dag. Níundi bekkur tekur á móti hópnum og ver með þeim fyrriparti dagsins við nám og íþróttaiðkun.

Eftir hádegismat heimsækja færeysku nemarnir Sláturhúsið þar sem þeir verða fræddir um starfið þar og eiga síðan frjálsan tíma á Egilsstöðum. Þeir halda heim með Norrænu um kvöldmatarleitið.