Þrettándagleði Fljótsdalshéraðs og Hattar var haldinn á hefðbundinn hátt í gær með kyndlagöngu, brennu og flugeldasýningu ásamt því að íþróttamenn Hattar voru heiðraðir. Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar, setti athöfnina í Lómatjarnargerði með ræðu um starf Hattar 2013. Björn Ingimarsson bæjarstjóri ásamt Davíð kynntu íþróttamenn Hattar og afhentu verðlaun.
Íþróttamaður Hattar árið 2013 var körfuboltamaðurinn, Eysteinn Bjarni Ævarsson. Eysteinn hefur leikið einkar vel í meistaraflokksliði Hattar á árinu. Þá var hann í vor valinn í 12 manna hóp U-18 landsliðsins sem lék á Norðurlandamóti í Solna í Svíþjóð í maí.
Í öðrum greinum voru eftirtaldir fyrir valinu.
Blakmaður: Elínborg Valdsdóttir
Fimleikamaður: Rebekka Karlsdóttir
Frjálsíþróttamaður: Hrefna Ösp Heimisdóttir
Knattspyrnumaður: Högni Helgason
Handboltamaður: Maron Brynjar Árnason
Taekwondomaður: Þuríður Nótt Björgvinsdóttir
Þá var í annað sinn veitt starfsmerki Hattar en með þeim er fólk sem hefur lengi unnið óeigingjarnt starf í þágu félagsins heiðrað. Í ár hlutu þau Sigurjón Bjarnason og Helga Alfreðsdóttir starfsmerkið. Sigurjón fyrir vinnu í þágu félagsins á stofnárum þess og Helga fyrir vinnu í þágu frjálsíþrótta.
Að athöfn lokinni var haldin flugeldasýning undir stjórn Björgunarsveitarinnar á Héraði.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.