- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi, hefur verið tilnefndur til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Ellefu eru tilnefndir til verðlaunanna. þar af tveir Íslendingar.
Í rökstuðningi með tillögunni segir: Eymundur Magnússon bóndi í Vallanesi og eigandi fyrirtækisins Móðir jörð ehf. hefur undanfarin 25 ár stundað lífrænan búskap og gróðursett skjólbelti með staðbundnum trjátegundum sem eru grundvöllur vistkerfa þar sem aðrar plöntur þrífast. Hann hefur einnig lagt áherslu á mannlegan fjölbreytileika: ár hvert starfa hjá honum ungir sjálfboðaliðar og mynda þannig alþjóðlegan félagsskap sem er trúr jörðinni og lærir að sýna umhverfi sínu virðingu.
Tilkynnt verður um verðlaunahafann í Ósló þann 22.maí og verðlaunin verða afhent á Norðurlandaráðsþingi í Helsinki í lok október 2012.
Sjá má upplýsingar um náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs og tilnefningar hér.