Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi, hefur verið tilnefndur til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Ellefu eru tilnefndir til verðlaunanna. þar af tveir Íslendingar.
Í rökstuðningi með tillögunni segir: Eymundur Magnússon bóndi í Vallanesi og eigandi fyrirtækisins Móðir jörð ehf. hefur undanfarin 25 ár stundað lífrænan búskap og gróðursett skjólbelti með staðbundnum trjátegundum sem eru grundvöllur vistkerfa þar sem aðrar plöntur þrífast. Hann hefur einnig lagt áherslu á mannlegan fjölbreytileika: ár hvert starfa hjá honum ungir sjálfboðaliðar og mynda þannig alþjóðlegan félagsskap sem er trúr jörðinni og lærir að sýna umhverfi sínu virðingu.
Tilkynnt verður um verðlaunahafann í Ósló þann 22.maí og verðlaunin verða afhent á Norðurlandaráðsþingi í Helsinki í lok október 2012.
Sjá má upplýsingar um náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs og tilnefningar hér.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.