- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Dagskrá Evrópuvikunnar er þannig:
Mánudagur 17. janúar kl. 17-19, í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði. - Fræðslufundur um samningaviðræður við Evrópusambandið, helstu málaflokka, stöðu viðræðna og næstu skref. Kynningin er frá fulltrúa utanríkisráðuneytisins, en jafnframt er boðið upp á umræður.
Miðvikudagur 19. janúar kl. 13-18, hjá ÞNA í Vonarlandi á Egilsstöðum. - Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi. Fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa standa fyrir kynningu á styrkja- og samstarfsmöguleikum á vegum evrópskra áætlana (www.evropusamvinna.is). Kjörið tækifæri fyrir einstaklinga, skóla, fyrirtæki, stofnanir og samtök að kynna sér möguleika til samstarfs á flestum sviðum menntunar, menningar æskulýðsstarfs og atvinnulífs.
Dagskrá kynningarinnar:
13:00 - 13:10 Evrópusamvinna.is
13:10 - 13:55 Menntaáætlun Evrópusambandsins
Comenius - leik-, grunn- og framhaldsskólar
Grundtvig - fullorðinsfræðsla
e-Tvinning - rafrænt skólasamstarf
Leonardo - starfsmenntun
13:55 - 14:25 Evrópa unga fólksins
Kaffihlé
15:00 - 15:30 Evrópumenning
15:30 - 16:00 7.rannsóknaáætlun ESB, Euraxess evrópska rannsóknastarfatorgið
16:00 - 16:30 NPP norðurslóðaáætlunin og NORA Norður Atlantshafsnefndin
16:30 - 18:00 Fulltúar áætlananna verða til staðar fyrir frekari upplýsingar og ráðgjöf.
Fimmtudagur 20. janúar kl. 20-22, hjá ÞNA í Vonarlandi Egilsstöðum. - Málþing Sterkara Íslands, samtaka evrópusinna (www.sterkaraisland.is), um tækifæri sem felast í Evrópusamstarfi.
Dagskrá málþingsins:
Austurland í Evrópusambandinu - hvers má vænta? - Anna Margrét Guðjónsdóttir, forstöðumaður Brusselskrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Tækifæri í ESB fyrir frumkvöðla á landsbyggðinni - Rannveig Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri Sagnabrunns.
Er austfirsk þekking útflutningsvara? - Hafliði Hafliðason, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Austurlands.
Evrópusamtök á Austurlandi, umræður.