Erum við hrædd við jafnrétti?

Miðvikudaginn 24. október verður haldin jafnréttisráðstefna í ráðstefnusal Keilis, á Reykjanesi, sem varpað verður í gegnum netið til fræðslumiðstöva um allt land, þ.á.m. verður hægt að fygjast með ráðstefnunni í Vonarlandi á Egilsstöðum.

Það er Keilir þekkingarsetur í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar, atvinnuþróunarfélög og tengslanet kvenna á landsbyggðinni sem standa fyrir ráðstefnu um stöðu jafnréttismála.

Markmið ráðstefnunnar er að ræða stöðu jafnréttismála og leiðir til að auka jafnrétt kynjanna á vinnumarkaði. Sérstaklega verður farið ofaní hvernig uppeldi og menningarlegt umhverfi hefur áhrif á viðhorf og sjálfsmynd kynjanna. Rætt verður hvernig bæði kynin geta unnið með gildishlaðinn viðhorf kynslóðanna til kynjahlutverka, viðhorf sem birtast í öllu okkar umhverfi frá fæðingu í sjónvarpi, tímaritum, kennslustofum, heimilum o.s.frv. 

Dagskrá
• 14:00 – 14:15 - Opnunarávarp -  Jóhanna Sigurðardóttir, velferðarráðherra
• 14:15 – 14:45 - Kona á Kárahnjúkum -  Yrsa Sigurðardóttir, verkfræðingur og rithöfundur.
•  14:45 - 15:15 - Kynbundinn launamunur: Hvað má gera og hvað má EKKI gera!  -Þorlákur Karlsson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík
• 15:15 -  15:45 - Það er staður í helvíti fyrir konur sem hjálpa ekki hver annarri,  Lotta Snickare 
• 15:45 – 16:15 -  Játning karlrembunnar, Lars Einar Engström
• 16:15 -  16:30 -  Hjallastefna fyrir fullorðna - Margrét Pála Ólafsdóttir
• Kaffi
• 16:50 – 17:00 - Samantekt
• 17:00 – 17:30 - Pallborð - Árelía Eydís Gumundsdóttir stýrir umræðum. Í pallborði sitja Margrét Pála Ólafsdóttir, Yrsa Sigurðardóttir, Þorlákur Karlsson, Stefán Guðmundsson og Runólfur Ágústsson.
• Dúett, Sonnetta og myndlist.  Dr. Sigurður Ingólfsson og Ólöf Björk Bragadóttir