- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Ágæti íbúi Fljótsdalshéraðs.
Ert þú með lögheimili þitt rétt skráð?
Samkvæmt 1. gr. laga um lögheimili, er lögheimili manns sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu. Þannig er litið á að eðlilegt sé að viðkomandi aðili greiði sína skatta og skyldur í því sveitarfélagi þar sem dvelur og nýtur helstu þjónustu, óháð starfsstöð hans.
Tilkynna skal hlutaðeigandi sveitarstjórn um aðsetursskipti innan 7 daga frá því þau áttu sér stað.
Hver húsráðandi er skyldur til að tilkynna aðsetursskipti einstaklinga, sem taka sér aðsetur í húsnæði á hans vegum eða hverfa úr því, eftir sömu reglum og þeir sjálfir eru tilkynningarskyldir.
Varðandi námsmenn segir þó í 4 gr. laganna: Dveljist maður hérlendis við nám utan þess sveitarfélags þar sem hann átti lögheimili er námið hófst getur hann átt lögheimili þar áfram enda hafi hann þar bækistöð í leyfum og taki ekki upp fasta búsetu annars staðar.
Mjög margar upplýsingar eru í dag fengnar beint úr Þjóðskrá og því er mikið atriði fyrir viðkomandi einstaklinga að lögheimili þeirra sé rétt skráð. Þannig senda t.d. fjölmörg fyrirtæki og stofnanir út póst til einstaklinga á það lögheimili sem skráð er í Þjóðskrá.
Tilkynningu um flutning lögheimilis er hægt að fylla út á bæjaskrifstofunni að Lyngási 12. Einnig er hægt að fylla út flutningstilkynningu rafrænt á heimasíðu Þjóðskrár, skra.is, en til þess þarf viðkomandi að hafa rafræn skilríki.
Það eru vinsamleg tilmæli til allra íbúa Fljótsdalshéraðs, að þeir virði lögheimilislögin og skrái lögheimili sitt í sveitarfélaginu, hafi þeir þar fasta búsetu.
Þannig stuðla þeir að því að Fljótsdalshérað geti veitt þeim og öðrum sem þar búa góða þjónustu.
Með von um skjót og góð viðbrögð.
Fh. Fljótsdalshéraðs
Björn Ingimarsson bæjarstjóri