Enn hægt að sjá verkin á 700IS

700IS Hreindýraland opnaði um síðustu helgi og var góð stemning við setningarathöfnina. Verkin eru til sýnis á mörgum stöðum, og má segja að öll rými Sláturhússins séu nýtt. Gjörninsverk Helenu Hans vakti mikla lukku á opnuninni, í Bragganum þar sem nú er skautasvell. Þar hélt mennta- og menningarmálaráðherra opnunarræðu áður.

Á sunnudagskvöldinu, á Eiðum, var síðan tengt til Bretlands, Bandaríkjanna og Frakklands í gegnum Skype búnað og horft á „performance". Heimildarmynd um Sultuna Eldmóð var sýnd og margt fleira var í boði. Einstaklega skemmtileg dagskrá í ár.

Hátíðin stendur áfram í nokkra daga og er fólk hvatt til þess að fara bæði í Sláturhúsið (opið daglega frá 14 - 18) og í sundlaugina á Eiðum (opið frá 16 - 18).

Sjá nánar um dagskrá á www.700.is