Mikil umræða var í vetur í fjölmiðlum um dauða lífríkisins í Lagarfljóti og voru heimamenn jafnvel búnir að kaupa þessar fréttir án athugasemda.
Síðustu viku hafa verið mikil hlýindi á Austurlandi og vatnsborð Lagarfljóts hækkað mikið eins og venja er í vorleysingum. Þá flæðir jafnan upp í kíla og upp á tún neðan við Finnstaðabæina og hafa bændur þá oft hent netstubb í kílana og veitt sér svokallaða túnfiska í matinn. Um helgina var þetta gert, þó illa væri spáð fyrir um aflabrögð. Þau reyndust hins vegar með besta móti og veiddust margir túnfiskar sem flestir voru um og yfir tvö pund.
Á meðfylgjandi myndum má sjá sýnishorn af aflanum og glaðbeittan veiðimann, Hafdísi Önnu Svansdóttur, með góðan feng, sem vonandi er þó ekki síðasti golþorskurinn eins og sungið var um hér forðum.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.