Engin mygla í leikskólanum Skógarlandi

Að undanförnu hafa verið gerðar þrjár úttektir á byggingu leikskólans við Skógarlönd vegna hugsanlegrar sveppasýkingar þar. Engar vísbendingar hafa enn komið fram um að svo sé.
Nú síðast var sérstaklega kannað þakefni í byggingu leikskólans.  

Í niðurstöðum Þorsteins Erlingssonar húsasmíðameistara kemur eftirfarandi fram:

Við leit okkar að myglu notuðum við sömu aðferðir og vinnubrögð og notuð voru í rannsóknum í Norðurtúni á Egilsstöðum og víðar í húsum sem  ÍAV byggði.
Tekin voru 8 göt inn í loftrými þaksins á ýmsum stöðum, loftun athuguð og mæld með reykprófi. Öndunin var í lagi í öllum tilfellum.

Engin mygla var sjáanleg í röramyndavél í neinu af þessum götum, engin lykt eða annað sem gæfi til kynna myglu inni í rýminu.


Miðað við reynslu af fyrri rannsóknarverkefnum þá er hægt að ganga út frá því að þakið sé ómyglað.