Endurbótum í Kjarvalshvammi lokið

Minjasafn Austurlands hefur undanfarið unnið að endurbótum á sumardvalarstað Jóhannesar Kjarvals í Kjarvalshvammi. Sett hefur verið upp upplýsingarskilti, dyttað að húsinu og umhverfi þess.

Í gær, laugardaginn fyrir hvítasunnu, var verklokum fagnað. Um 80 gestir mættu í lundinn í dásamlegu veðri, þáðu léttar og þjóðlegar veitingar og hlýddu á ávörp og harmónikkuspil.