Elvar Þór Ægisson íþróttamaður Hattar 2012


Við fjölmenni á þrettándagleði Fljótsdalshéraðs og Hattar í Tjarnargarðinum á sunnudag voru íþróttmenn Hattar kynntir. Íþróttamaður Hattar árið 2012 var knattspyrnumaðurinn, Elvar Þór Ægisson.


Í umsögn segir m.a. „Elvar var einn af betri leikmönnum 1. deildar í sumar ... spilaði nánast allar mínútur sumarsins, lék 25 leiki í deild og bikar og var markahæstur með 8 mörk í deild og 2 í bikar.  Elvar er góð fyrirmynd innan vallar sem utan en Elvar fékk enga áminningu í sumar þrátt fyrir að spila alla leikina“.


Í öðrum greinum voru eftirtaldir heiðraðir:  Blak : Jón Grétar Traustason, fimleikar:  Valdís Ellen Kristjánsdóttir,  frjálsar: Daði Fannar Sverrisson, karfa: Sigmar Hákonarson, sund:   Hubert Henryk Wojtas, taekwondo:  Hjálmar Elíesersson.


Þá voru starfsmerki Hattar  veitt í fyrsta sinn en þau hljóta þeir sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu félagsins til lengri tíma.
Kristján Guðþórsson hlaut starfsmerki Hattar fyrir vinnu sína í þágu knattspyrnu og Guðný Margrét Hjaltadóttir fyrir vinnu sína í þágu körfubolta og skíða. En bæði hafa þau unnið að málefnum Hattar í áratug eða meira.


Á myndinni sjást verðlaunahafar ásamt Birni Ingimarssyni bæjarstjóra og Davíð Þór Sigurðssyni, formanni Hattar sem kynntu og veittu verðlaunin. Myndiin er fengin frá Austurfrétt/Gunnar.