Ekki vera ósýnileg í myrkrinu

Nú þegar myrkrið er svo svart á morgnana, þegar fólk er á leið til vinnu eða skóla, er það hvatt til að setja á sig endurskinsmerki eða klæða sig í endurskinsvesti.

Skyggni er afleitt og ökumenn sjá ekki að einhver bíður eftir að komast yfir götur og gangandi geta lent í stórhættu þegar þeir skjótast yfir.

Því eru Egilsstaðabúar hvattir til að gera endurskinsbúnað að tískuvarningi fyrir bæði börn og fullorðna!