Egilsstaðaskóli heldur upp á 70 ára afmælið

Egilsstaðaskóli heldur upp á 70 ára afmæli sitt þessa dagana.
Egilsstaðaskóli heldur upp á 70 ára afmæli sitt þessa dagana.

Á þessu ári eru liðin 70 ár frá því að Egilsstaðaskóli hóf göngu sína. Frá haustinu 1945 hafði skólahald verið í samvinnu við Vallamenn, en frá byrjun árs 1947 héldu þeir sinn skóla á Hafursá en skóli fyrir nemendur þéttbýlisins á Egilsstöðum var í kjallara Dýralæknisbústaðarins sem nú er Lagarás 20. Þá bjuggu hér 12 börn á skólaskyldualdri. Í Egilsstaðaskóla eru í dag um 350 nemendur og starfsmenn eru rúmlega 60.

Egilsstaðaskóli fagnar þessum merku tímamótum miðvikudaginn 25. október og verður tekið á móti foreldrum og velunnurum skólans frá 18:00-20:00.

Skólastarfið verður í brennidepli og verður gestum boðið að fylgjast með kynningum nemenda á verkefnum sínum og einnig að leggja sitt af mörkum til skólastarfsins.