Egilsstaðaskóli 60 ára í dag

Í dag, laugardaginn 27. október, er haldið upp á 60 ára afmæli Egilsstaðaskóla. Klukkan 13.00 verður opnuð sýning í skólanum á ýmsu því sem tengist skólahaldinu fyrr og nú. Klukkan 19.30 í kvöld hefst svo árshátíð skólans í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.

Á sýningu skólans sem hefst kl. 13 má meðal annars sjá kennslutæki,  námsgögn, muni í eigu “gamalla” nemenda,  gömlu skólabjölluna, gamlar og nýjar myndir úr skólalífinu og sitthvað fleira. Sýningin stendur til kl. 16:00.

Á árshátíð skólans sem hefst kl. 19.30 verður í boði skemmtun fyrir alla og nemendur skólans fyrr og nú láta ljós sitt skína, þá verður nýr skólasöngur frumfluttur og boðið upp á kaffi og með því.