Egilsstaðabúar áttu vinningsmiða

Í sumar kom fram í fréttum að miði sem á kom 22 milljóna króna bónusvinningur í Víkingalottói hefði verið seldur á Egilsstöðum. Vinningshafinn skilaði sér ekki lengi vel en í vikunni mættu hjón frá Egilsstöðum á skrifstofu Íslenskrar Getspár í Reykjavík með miðann góða. Þau höfðu geymt miðann í bankahólfi þar til þau þurftu að bregða sér til höfuðborgarinnar.

Hjónunum sem sögð eru á besta aldri er óskað til hamingju með búbótina.