Dyrfjöll – Stórurð, hugmyndasamkeppni


Sveitarfélögin Fljótsdalshérað og Borgarfjarðarhreppur ætla að standa fyrir hugmyndasamkeppni um bætta aðstöðu fyrir ferðafólk í Stórurð og næsta nágrenni Dyrfjalla. Samkeppnin er í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og er öllum opin.

Svæðið sem um ræðir nýtur vaxandi vinsælda sem göngusvæði enda er náttúran um margt einstök á landsvísu.

Samkeppnisgögn fást hjá trúnaðarmanni keppninnar, sem er Haraldur Helgason, frá og með 15. ágúst en skilafrestur er til 8. október.