Dregið í ratleiknum

Í sumar voru útbúin og sett upp skilti og leiðbeiningar fyrir ratleik í Selskógi. Í leiknum eru níu stöðvar og á hverri þeirra er vísbending og einn bókstafur. Vísbendingin leiðir menn svo að næstu stöð, koll af kolli. Þeir sem spreyttu sig á ratleiknum gátu fyllt út lausnablað og skilað því til Egilsstaðastofu. Í gær dró Adda Birna Hjálmarsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundanefndar, nafn Aðalsteins Ásmundssonar á Egilsstöðum úr innsendum lausnum. Með henni á myndinni er Margrét S. Árnadóttir starfsmaður á Egilsstaðastofu.

Hægt er hvenær sem er fara í ratleikinn í Selskógi, en leikurinn er frekar léttur og kjörinn fyrir fjölskylduna sem vill fá sér göngutúr í skóginum. Lausnablöð er hægt að fá í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.