Dráttur á innheimtu fasteignagjalda

Vegna tafa á forritun og frágangi álagningarkerfis í landskrá Fasteignamats ríkisins, hefur ekki verið unnt að keyra álagningarkeyrslu með breytingum og prenta út greiðsluseðla fasteignagjalda hjá Fljótsdalshéraði fyrir apríl mánuð.

Vonir stóðu til að tækist að senda út greiðsluseðla fyrir páska, en nú þykir ljóst að það tekst ekki. Ætla má að greiðsluseðlar berist til gjaldenda í næstu viku. 

Eindagi aprílgreiðslunnar er þó ekki fyrr en 30. apríl, svo nægur tími ætti að gefast til að ganga frá greiðslum. Gjaldendur eru beðnir velvirðingar á þessum töfum.