Dansnámskeið fyrir 13 til 16 ára í Íþróttahúsinu

Brogana Davison heldur dansnámskeið í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum í sumar. Nýtt námskeið fyrir stráka og stelpur á aldrinum 13 til 16 ára hefst á morgun, 19. júní, og stendur til 1. júlí. Þetta eru fjórir 75 mínútna tímar, sem hefjast klukkan 19.15, og eru á mánudögum og miðvikudögum .

Brogana tekur við skráningum í síma 663 6292 eða á brogandans@gmail.com.