Danskur danshópur, Hello Earth, kemur til Egilsstaða í dag, þriðjudag, og vinnur hér næstu þrjár vikur. Hópurinn kemur hingað á vegum Wilderness dance (Dans í óbyggðum) en það er alþjóðlegt samstarf sem Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs er hluti af.
Vonast er til er að hópurinn, sem í eru 5 manns, verði vel sýnilegur í samfélaginu því Hello Earth mun vinna í Sláturhúsinu , gista á gistihúsi í bænum og borða í mötuneyti Menntaskólans.
Á þessu þriggja vikna tímabili verða haldnar vinnustofur "Workshop" og viðburður sem vonast er að allt að 60 manns taki þátt í, bæði börn og fullorðnir.
Vonast er til að Héraðsbúar bregðist vel við þegar kallið kemur að taka þátt í viðburðinum. Einnig er þess óskað að skólar og leikskólar komi af eigin frumkvæði og kíkji í heimsókn til hópsins.
Nánari upplýsingar er að finna á http://www.kedja.net/?page_id=1075 og í þessu myndbandi sem lýsir verkefninu eins og það var 2013 http://vimeo.com/77385880
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.