Danskennsla í skólanum á Hallormsstað

Að undanförnu hefur verið boðið upp á danskennslu í leik- og grunnskólanum á Hallormsstað. Kennt er einn dag í viku fyrir aldurshópinn 3 til 10 ára. Þráinn Skarphéðinsson, löngum kenndur við þjóðdansafélagið Fiðrildin, sér um að kenna börnunum réttu fótatökin með aðstoð starfsmanna skólanna. Að hreyfa sig í takt, samhæfa og endurtaka röð hreyfinga hefur margvísleg jákvæð áhrif á alhliða þroska barna, auk ótvíræðs skemmtanagildis. Danskennslan er fyrirhuguð fram í miðjan desember.