Dansaðu fyrir mig

Dansaðu fyrir mig er nýtt íslenskt dansverk eftir danshöfundinn Brogan Davison, tónlistarmanninn Ármann Einarsson og leikstjórann Pétur Ármannsson. Sýningin fjallar um drauma, óttann við að vera ekki nógu góður og spurninguna: Er dans fyrir alla? Sýningin fer fram í Sláturhúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 25. maí og hefst kl. 20.00. Aðgangseyrir er kr. 1.500 (ekki er posi á staðnum).

Í fyrra sagði fjörutíu og átta ára, þriggja barna faðir mér að hann ætti sér draum um að búa til dansverk og flytja það í heimabæ sínum, Akureyri. Síðan þá hefur draumurinn ræst, nema núna vill hann dansa út um allan heim. Ármann Einarsson er 172 cm. á hæð, með óvenjulega framstæða bumbu og einstaklega föðurlegt skopskyn. Ármann hefur aldrei stundað dans en á þó Íslandsmet í þrístökki drengja sem ekki hefur verið slegið síðan 1979. Ármann á sér draum og sá draumur er að dansa.

Danshöfundur: Brogan Davison.
Dansarar: Brogan Davison and Ármann Einarsson.
Leikstjóri: Pétur Ármannsson.
Framkvæmdastjóri: Pétur Ármannsson og Brogan Davison.
Grafískur hönnuður: Hjálmar Baldursson.