Dagur umhverfis, þann 25. apríl, var haldinn hátíðlegur í Fellaskóla í Fellabæ. Í upphafi dags söfnuðust nemendur skólans saman á sal og kynntu sér umgengni við náttúruna og var sérstök áhersla lögð á skil á rafhlöðum og þeim skaða sem þær valda náttúrunni ef illa er gengið frá þeim. Þá var söfnunarkassa fyrir ónýtar rafhlöður komið fyrir í skólanum. Að þessu loknu fóru allir bekkir skólans í ruslatínslu á svæði sem þeim hafði verið úthlutað í bænum. Þegar ruslinu hafði verið safnað saman voru teknar myndir af því og búin til listaverk úr því áður en því var fargað.
Þennan dag var ekki einungis lögð áhersla á umgengni við náttúruna heldur einnig fólkið sem byggir hana og á undir högg að sækja. Þannig var starfsemi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) kynnt og eftir hádegi fór fram áheitahlaup í þágu bágstaddra barna. Nokkur fyrirtæki styrktu nemendur skólans til þátttöku en þau voru Arionbanki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Landsvirkjun, Alcoa Fjarðaál og Tréiðjan Einir. Einnig hétu foreldrar og starfsfólk á nemendur. Alls gengu, skokkuðu eða hlupu nemendur Fellaskóla 340 kílómetra sem gerir það að verkum að hægt verður að senda UNICEF 180.192 kr. Hér með er öllum þeim aðilum sem studdu við áheitahlaupið með fjárframlögum færðar bestu þakkir.
Í lok dags fór svo fram bingó í fjáröflunarskyni fyrir skólaferðalag 9. og 10. bekkjar.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.