Dagur tónlistarskólanna og foreldravika

Í tilefni af degi tónlistarskólanna, laugardaginn 24. febrúar, hefur tónlistarskólinn á Egilsstöðum boðið leikskólabörnum í heimsókn á morgunn, fimmtudaginn 22. febrúar.

Þar fá börnin meðal annars tækifæri til að skoða og hlusta á hin ýmsu hljóðfæri í eigu skólans. Vonast er til að börnin hafi bæði gagn og gaman að.
Þá stendur yfir sérstök foreldravika í tónlistarskólanum dagana 19. - 28. febrúar og hafa foreldrar verið hvattir til að koma með börnum sínum í tíma í tónlistarskólanum og ræða við kennara og skólastjóra um nám og framvindu barna sinna.