- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Í tilefni af degi tónlistarskólanna stendur Tónlistarskólinn á Egilsstöðum fyrir tónleikum í Egilsstaðakirkju, laugardaginn 28. febrúar kl 17:00. Á tónleikunum munu lengra komnir tónlistarnemendur á Héraði flytja fjölbreytta og vandaða dagskrá.
Á efnisskránni eru verk eftir m. a; John Medeski, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Bach, Beethoven, Grieg, Brahms, Granados, Vivaldi o. fl.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.