Dagur leikskólans 6. febrúar 2013

Undanfarin ár hafa leikskólar haldið upp á daginn með ýmsum hætti. Margir leikskólar hafa skapað sér sínar eigin hefðir og brotið upp starfið á þann hátt að það vekur athygli í samfélaginu.  Leikskólarnir á Fljótsdalshéraði halda nú eins og undanfarin ár upp á Dag leikskólans með fjölbreyttum hætti.
 
Leikskóladeildin í Brúarási verður með opið hús fyrir alla þá sem vilja koma og kynna sér starfið einnig ætla nemendur grunnskólans að vera með dagskrá fyrir leikskólabörnin.
Elstu nemendur leikskólans Hádegishöfða verða í Bókakaffi í Fellabæ og ætla að syngja fyrir gesti í hádeginu.
Leikskóladeildin Skógarsel á Hallormsstað bíður fjölskyldum sínum, nágrönnum og gestum að koma í opna listasmiðju frá klukkan 12:00 – 15:00
Leikskólinn Tjarnarskógur ætlar að heimsækja aðrar stofnanir og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Einnig verður útbúið fréttabréf með efni frá nemendum.

Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka heimilis og skóla.