Dagur barnsins á sunnudag

Dagur barnsins – gleði samvera – fjölskyldan saman

Fjölskyldusvið Fljótsdalshéraðs hvetur alla foreldra til að nota sunnudaginn 29. maí með börnum sínum og nýta til þess þá góðu útivistaraðstöðu og gönguleiðir sem fyrir eru í sveitarfélaginu t.d. Selskóg, Hallormsstaðaskóg, Húsatjörn við Eiða, Stapavík, Fardagafoss,Taglarétt, Ekkjufell og Hjálpleysuvatn. Taka með sér nesti og njóta samverunnar á þeim fjölmörgu stöðum sem við eigum í okkar frábæra sveitarfélagi.