- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Þriðji dagur í ORMSTEITI verður í að mestu í Hallormsstaðaskógi.
Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn verður ræst klukkan 9 en keppendur mæta fyrr og funda klukkan 8.15. Hjólað verður í umhverfis Lagarfljótið. Tvær vegalengir eru í boði sú skemmri er 68 kílómetrar en hin lengri 103 kílómetar.
Klukkan 10.40 - Leitin að Gulli Ormsins: Ratleikur fyrir alla fjölskylduna. Leikurinn hefst við Shellsjoppuna í Hallormsstað þar sem farið verður yfir reglur leiksins og keppendur skráðir.
Klukkan 13 Skógarsvar spurningaleikur fyrir alla fjölskylduna. Stjórnendur eru Stefán Bogi og Gunnar Gunnarsson.
Þá verða í skóginum hjólaþrautir fyrir börn, leikir fornmanna og ýmiss konar fjör í umsjá Ungmennafélagsins Þrista. Upprennandi tónlistarfólks á Héraði stíga á stokk og taka lagið. Krýndur verður sigurvegari í Tour de Ormurinn Verðlaunaafhending í hjólreiðakeppni og spurningaleik.
Klukkan 14.30 Firmakeppni í Flatarkrók. Keppnin fer fram á grasvellinum við Hótel Hallormsstað. Reglurnar má sjá í dagskrá Ormsteitis. Úrslit verða kynnt klukkan 16.30.
Þá verður klukkan 13 göngustígurinn ORMURINN formlega opnaður. Eins og segir í fréttatilkynningu þá eru engu líkara en sjálfur Lagarfljótsormurinn sé kominn á þurrt land og hlykkist um elsta skógarreitinn í Vallanesi frá 1989. Stígurinn er öllum opinn.
Í tilefni dagsins verður boðið upp á tónlist og veitingar og tónlist og hver veit nema Ormurinn, sem er óttalegur óþekktarormur, komi gestum á óvart. Á sama tíma verður opinn markaður í Vallanesi með nýuppskorið grænmeti og framleiðsluvörur Móður Jarðar. Nánar hér. Leiðarvísir: Vallanes er í u.þ.b. 15 mínútna akstri frá Egilsstöðum á leið til Hallormsstaðar. Beygt er í norður af aðalveginum í átt að Iðavöllum. Gin Ormsins er á hægri hönd u.þ.b. 100 metrum eftir að komið er yfir trébrúna á afleggjaranum í Vallanes.