Dagskrá Ormsteitis föstudaginn 10. ágúst

Ormsteiti hefst á morgun, föstudag, í brakandi blíðu með í afmælisboði hljómsveitarinnar Dúkkulísur sem fagnar 30 ára afmæli sínu um þessar mundir. Dúkkulísurnar verða með yfirlitssýningu á ferlinum og og sumarlegt afmælisboði á Ormsteiti föstudaginn 10. ágúst kl. 16:00 í Sláturhúsinu. Dúkkulísur verða þarna í frábærum félagsskap með Andreu Jóns rokkara, Ingunn Snædal skáldi, Sigríði Láru leikstjóra og Aldísi Fjólu söngkonu sem sýna listir sínar. Aðgangur er ókeypis.

Klukkan 18 verður fimmta sýning á Pétri og úlfinum í Selsskógi. Þar kostar 1000 krónur fyrir fullorðna og 500 fyrir börn og öruggast er að panta sæti fyrirfram því sýningin hefur verið vinsæl. Einnig er bent á að hafa með reiðufé því enginn posi er á svæðinu.

Klukkan 20.30 hefst svo sönglagakeppni Ormsteitis í Valaskjálf. Flutt verða lögin sem bárust í keppnina. Bestu þrjú lögin fá verðlaun og þau verða endurflutt í Hreindýraveislunni laugardaginn 18. ágúst. Miðasala á sönglagakeppnina hefst klukkan 19.30 og aðgöngumiðinn kostar 2000 krónur.

Þá er minnt á að dómarar verða á ferð um bæinn eftir klukkan 23 á föstudagskvöld og meta hvaða hverfi skarar fram úr í skreytingum. Verðlaun fyrir bestu skreytinguna verða afhent eftir hverfaleikana á Vilhjálmsvelli. ALLIR ÚT AÐ SKREYTA!!!

Dagskrá Ormsteitis má sjá á vefnum http://www.ormsteiti.is/