Dagskrá menningarmiðstöðvarinnar komin út

Fyrir stuttu var viðburðabæklingur Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs sendur á öll heimili á Austurlandi, en þetta er í fyrsta skipti sem það er gert. Eins og sést í bæklingnum verður margt spennandi í boði fyrir öll skilningarvitin á vegum menningarmiðstöðvarinnar næstu mánuðina. En bæklinginn má nú einnig nálgast hér.

Þessa dagana sýnir Helgi Kúld myndlist í Sláturhúsinu og List án landamæra listahátíð verður þann 1. maí þar sem sannkölluð veisla verður í boði fyrir alla aldurshópa. Kvikmyndaskóli Íslands er á leiðinni austur með hóp útskriftarnema í vinnuferð í Eiða og Írarnir, vinir okkar í Donegal, eru byrjaðir að hita upp fyrir komu sína til Austurlands í haust.