- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Dagskráin hefst klukkan 10 með hátíðarmessu fyrir alla fjölskylduna. Klukkan 10:40 verður skrúðganga frá Egilsstaðakirkju í Tjarnargarðinn, en þar sýnir nýstofnaða leikfélagið Grímur glænýtt leikriti um Lagarfljótsorminn.
Klukkan 12:30 verður tekið á móti verkum úr legókubbum í samkeppnina „litrík faratæki“. Keppnin er fyrir krakka fædd á árunum 2004 til 2011 og skila skal inn verkunum við sviðið í Tjarnargarðinum. Þá verður á sama tíma kassbbílaþrautir á bílaplaninu hjá Egilsstaðaskóla. Það þarf að skrá sig fyrir í keppnina hjá audurvala@simnet.is fyrir 16. júní.
Þá verður hoppukastali, hægt að að fara á hestbak frá klukkan 12:30 til 15:00 og á sama tíma verður boðið upp á andlitsmálun fyrir krakka 12 ára og yngri. Frá 13 til 15 geta unglingar (15 til 18 ára) skemmt sér í hlussuboltum á Vilhjálmsvelli – reyndar bara í fylgd með forráðamanni.
Hátíðardagskráin í Lómatjarnargarði hefst klukkan 13:00. Þar verða hefðbundin atriðið eins og fjallkonan og hátíðarræða, söngatriði, verðlaunaafhendingar, ásamt fimleikasýningu og eitthverju góðu frá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs.
Af öðru sem má nefna er að sumarsýning Sláturhússins menningarseturs verður opnuð klukkan 16:00. Sumarsýningin er þrískipt, einn hluti hennar er sýning um Jón í Möðrudal á Fjöllum og verk hans, annar hlutinn er sýning á völdum listaverkum úr eigu Fljótsdalshéraðs, m.a. eftir Jóhannes Kjarval, Sigurð Guðmundsson og Lóu og þriðji hlutinn sem er á neðri hæð Sláturhússins og þar eru sýnd verk eftir félaga í Myndlistarfélagi Fljótsdalshéraðs.
Loks má nefna að lokað verður í sund og rækt í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum á þjóðhátíðardaginn en þar verður opnuð formlega listasýningin „Sölvi Víkingur“ í sundlaugargarðinum. Sýningin verður opin frá klukkan 16 til 18.