Dagar myrkurs á Austurlandi hefjast fimmtudaginn 2. nóvember og standa fram til sunnudagsins 12. nóvember.
Það verður mikið um að vera af ólíkum toga. Meðal dagskrárliða á Fljótsdalshéraði á fyrsta degi er ljósahátíð barnanna á leikskólanum Skógarlandi milli klukkan 8 og 9:30 um morguninn. Um kvöldið er í Safnahúsinu dagskrá helguð þjóðasagnaritaranum Sigfúsi Sigfússyni frá Eyvindará. K0mpan-Gallerí Dyngjan er með sýninguna „Pólskar þjóðlegar klippimyndir” og kaffihúsadagar hefjast í vegaHúsinu, sem standa meðan Dagar myrkurs vara.
Föstudaginn 3. nóvember verða sýndar norskar stuttmyndir eftir unga kvikmyndagerðarmenn í K0mpunni-Gallerí Dyngjunni, félagsmiðstöðin Afrek í Fellabæ verður með rafmagnslaust kvöld og í leikskólanum Hádegishöfða í Fellabæ verður unnið með skugga og skuggamyndir.
Laugardaginn 4. nóvember ætlar björgunarsveitin Hérað að standa fyrir kyndlagöngu frá Hótel Héraði kl. 17. Kyndlar verða seldir áður en lagt er af stað en gengið verður í Tjarnargarðinn. Í Sænautaseli verður stutt myrkurganga kl. 17:30 og á Skriðuklaustri verða ljóðatónleikar kl 15, þar sem sungin verða lög 8 tónskálda við kvæði Gunnars Gunnarssonar.Sunnudaginn 5. nóvember verður messað í Eiðakirkju í tilefni af 120 ára afmælis kirkjunnar. Þriðjudaginn 7. nóvember er komið að leikskólabörnum á Hallormsstað, sem ætla að hengja upp krukkur með kertaljósum á tré við leikskólann. Föstudaginn 10. nóvember verða austfirskar draugasögur á dagskrá Skriðuklausturs og kvenfélagskonur í Bláklukku selja smákökur í anddyri Samkaupa á Egilsstöðum bæði laugardag og sunnudag.Allskonar tilboð eru í gangi hjá verslunum og veitingastöðum á Héraði meðan á Dögum myrkurs stendur.