Dagar myrkurs á Austurlandi

Mynd: Edda Kristín Björnsdóttir
Mynd: Edda Kristín Björnsdóttir

Dagar myrkurs eru haldnir um allt Austurlands í þessari viku með margs konar viðburðum. Á Fljótsdalshéraði er ýmislegt um að vera þessa dagana. Má þar nefna að í Fellaskóla verða símalausir dagar hjá nemendum og starfsfólki.

Þá verður opnuð sýning í Minjasafni Austurlands um verbúðalíf og í Hjaltalundi verður haldið málþingið Í fótspor Jóns lærða á Úthéraði. Þá fer hin árlega sembalhátíð fram í Vallaneskirkju og loks mun hljómsveitin Stuðmenn leika í Valaskjálf.

Þá býður sundlaugin upp á kakó og kósí stemningu og í veitingahúsum er t.d. hægt að mæta í brunch eða gæða sér á sushi.

Dagskrá Daga myrkurs á Fljótsdalshéraði má sjá hér.

Yfirlit yfir dagskrá Daga myrkurs á Austurlandi má svo sjá hér.