Dægurlagadraumar

Tónlist í anda Hauks, Ellýjar og fleiri góðra samtímamanna þeirra verður flutt af Bjarna Frey og Þorláki Ægi Ágústssonum, Daníel Arasyni, Erlu Dóru Vogler, Jóni Hilmari Kárasyni og Maríasi Kristjánssyni á Kaffi Egilsstöðum laugardaginn 4. ágúst kl. 16.00. Aðgangseyrir er kr. 1.000 en frítt fyrir 12 ára og yngri. Gestir eru hvattir til að klæðast tískufötum 6. og 7. áratugarins.
Tónleikarnir verða einnig fluttir á eftirtöldum stöðum:
Blúskjallaranum Neskaupstað, sunnudagin 5.8. kl. 16
Herðubreið Seyðisfirði, mánudaginn 6.8. kl. 16
Mikligarði Vopnafirði, laugardaginn 11.8. kl. 22
Fjarðarborg Borgarfirði, sunnudaginn 12.8. kl. 16