- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Íþróttamaður Hattar árið 2010 var Daði Fannar Sverrisson.Daði Fannar er efnilegur íþróttamaður sem stundar íþrótt sína af samviskusemi og dugnaði og sýnir fyrirmyndar framkomu jafnt í keppni sem og á æfingum. Hann er ávallt einbeittur og jákvæður og tekur sigrum jafnt sem ósigrum af yfirvegun. Daði Fannar varð Íslandsmeistari og unglingalandsmótsmeistari í spjótkasti 14 ára drengja ásamt því að komast í úrvalshóp FRÍ í sleggjukasti. Einnig vann hann til fjögurra annarra verðlauna á Íslandsmeistaramótinu. Hann var einnig valinn frjálsíþróttamaður Hattar þriðja árið í röð.
Í öðrum greinum voru eftirtaldir einstakilngar fyrir valinu þetta árið:
Blakmaður: Oddný Freyja Jökulsdóttir
Fimleikamaður: Valdís Ellen Kristjánsdóttir
Frjálsíþróttamaður: Daði Fannar Sverrisson
Knattspyrnumaður: Stefán Eyjólfsson
Körfuboltamaður: Andrés Kristleifsson
Sundmaður: Trausti Dagbjartsson.
Íþróttafélagið Höttur vill þakka eftirtöldum styrktaraðilum fyrir stuðninginn vegna framkvæmdar þrettándagleði 2010, Miðás, Hitaveita Egilsstaða og Fella, Landsbanki Íslands, Verkís og Mannvit.