Íþróttamaður Hattar árið 2010 var Daði Fannar Sverrisson.Daði Fannar er efnilegur íþróttamaður sem stundar íþrótt sína af samviskusemi og dugnaði og sýnir fyrirmyndar framkomu jafnt í keppni sem og á æfingum. Hann er ávallt einbeittur og jákvæður og tekur sigrum jafnt sem ósigrum af yfirvegun. Daði Fannar varð Íslandsmeistari og unglingalandsmótsmeistari í spjótkasti 14 ára drengja ásamt því að komast í úrvalshóp FRÍ í sleggjukasti. Einnig vann hann til fjögurra annarra verðlauna á Íslandsmeistaramótinu. Hann var einnig valinn frjálsíþróttamaður Hattar þriðja árið í röð.
Í öðrum greinum voru eftirtaldir einstakilngar fyrir valinu þetta árið:
Blakmaður: Oddný Freyja Jökulsdóttir
Fimleikamaður: Valdís Ellen Kristjánsdóttir
Frjálsíþróttamaður: Daði Fannar Sverrisson
Knattspyrnumaður: Stefán Eyjólfsson
Körfuboltamaður: Andrés Kristleifsson
Sundmaður: Trausti Dagbjartsson.
Íþróttafélagið Höttur vill þakka eftirtöldum styrktaraðilum fyrir stuðninginn vegna framkvæmdar þrettándagleði 2010, Miðás, Hitaveita Egilsstaða og Fella, Landsbanki Íslands, Verkís og Mannvit.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.